SLÁTUR.

við fjölskyldan eyddum helginni í Borgarnesi í sláturgerð Mamma kom að norðan með skagfirskt efni í slátur gerðina og höfðum við það að orði ég og Sossa systir að bíllin hennar Mömmu liti út eins og sláturkeppur svo bólgin var hann af slátur afurðum, reyndar er bíllinn mjög lítill ( MICRA ). en suður komst gamla á Mícrunni með tuttugu slátur sem svarar 200. keppum og vinnan hófst á föstudagskvöldinu kl. 21.00. með þrotlausum saumaskap búinn kl. 23.30. byrjuðum svo á hádeigi á laugardag að blanda Mamma sér um það að hætti Ömmu í Brekkukoti Blönduhlíð.

nú allt gekk þetta fullkomlega og lauk sláturgerð um kvöldmatarleytið og að sjálfsögðu var slátur í kvöldmatinn ruddalega gott. nú geta krakkarnir fengið slátur bæði heitt og kalt með grjónagraut eins oft og þau vilja eða næstum því, þetta er borðað eins og sælgæti hér á heimilinu.

full kista af slátri og þorski veiddum á þverhausamiðum á Skagafirðinum á Ríkey sk. 111. trillu okkar fjölskyldunnar þetta verður varla betra fyrir veturinn. kærkominn búbót í vetur það verða jú engar VERÐKANNANIR í vetur BAUGUR hefur bannað allar VERÐKANNANIR á Íslandi þær eru bara villandi og leiðandi, maður gæti óvart rambað á ódýrustu vöruna, það væri alveg skelfilegt!!!!!. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnar Sæmundsson

Svona á þetta að vera!

Sveinn Arnar Sæmundsson, 17.10.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Kárason
Ágúst Kárason

skagfirðingur skýr og hreinn skáld og listamaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 290

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband