skandall í DHL-höllini

góðir hálsar ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins dómgæslu og ég varð vitni að á Fimmtudagskvöld á leik KR - Snæfell. ég þurfti minnst tvo daga áður en ég gat sest niður og skrifað um leikinn án þess að verða brjálaður af reiði, dómarapar leiksins voru Kristin og Rögnvaldur.

það var fljótlega ljóst að MIÐJAN hinn öflugi sönghópur okkar KR-INGA fór gríðarlega í taugarnar á Kidda dómara hann upplifði þá sem ógnun við sig og að hann væri ekki númer eitt á vellinum og hann væri búinn að missa athyglina !!!! ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að bestudómararnir væru þeyr sem minnst færi fyrir á vellinum, en þessu er öfugt farið með KIDDA Óskars hann verður að vera númer eitt ávellinum. 

tvö atriði voru með ólíkindum hjá Kidda fyrra skiptið hljóp hann meðfram áhorfendum KR og lagði fingur bak við eyrað og gaf í skin að hann heyrði ekkert í þeim, er það virkilega verk dómara leiksins að ögra áhorfendunum .

þetta gerði það að verkum að MIÐJAN fór að senda Kidda smá pillur stökusinnum en héldu allan tímann áfram að syngja og hoppa á pöllunum og hvetja KR,

í fjórða leikhluta keyrði alveg um þverbak þegar Snæfell átti skot á körfu en boltinn snerti aldrei hringinn og skotklukkan var að renna út, en mistök á ritaraborðinu voru þau að setja nía skotklukku, leikmaður Snæfels grípur boltann undir körfunni og skorar.

dómarar leiksins stöðva leikinn og ræða við starfsmenn ritaraborðssins  að því loknu gengur Kiddi út á miðjan völlinn og horfir fyrirlitningar augum á MIÐJUNA og dæmir karfan góð.

þarna ögrar hann áhorfendum í annað sinn í leiknum, hvað gengur manninum eiginlega til með þessu athæfi sínu er hann gjörsamlega búinn að missa vitið,

hann var ekki alveg búinn í þessum leik hann náði að dæma þrjár villur á Fannar og koma honum af velli  þegar tvær mýnótur voru eftir af leiknum höfðu dómarar leiksins dæmt tíu villur á KR en aðeins eina á Snæfell, og þessar villur hafði Kiddi dæmt flestar, þetta lýsir aðeins miklu hatri Kidda á KR og þá sérstaklega stuðningsmönnum KR ( MIÐJAN ).

þegar leiknum loksins lauk var ekki öllu ruglinu lokið hjá Kidda hann tók Fannar og hakkaði hann í sig, snéri sé næst að formanni KR Böðvari og sagðist ætla að kæra hann og alla árhorfendur í húsinu honum líkar semsagt ekki að áhorfendur styðji sitt lið KR til sigurs.

Kiddi þú reyndir allt til að brjóta niður leik KR en það tókst ekki, við fögnuðum sigri í leik sem verður lengi minnst fyrir þær sakir sem hér á undan hafa verið raktar.

Kristinn Óskarsson þú skuldar stuðningsmönnum KR afsökunarbeiðni.

að saka MIÐJUNA um kynþáttarfordóma lýsir bara hversu ómálefnalegur þú ert og sorglega illa upplýstur um MIÐJUNA þeir fordæma allt sem er KYNÞÁTTARFORDÓMAR.

og að lokum áfram KR áfram MIÐJAN við munum mæta tvíefldir til leiks á móti Njarðvík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll gamli. Ég var á þessum leik og hélt með hvorugu liðinu. Mér fannst dómgæslan nú ekkert svo slæm en ætla svosem ekkert að ræða það frekar. Mig langar frekar að ræða um stuðningsmannasveit kr-inga.

Í úrslitakeppninni sl. vor var alveg frábært að fylgjast með þeim. Þeir hvöttu liðið áfram sama hver staðan var í leiknum (ólíkt flestum stuðningmönnum kr sem eingöngu hvetja þegar vel gengur)

Þeir áttu stóran þátt í að kr náði að landa titlinum.

En á leiknum við Snæfell missti ég allt álit á þessari stuðningsmannasveit. Kallandi Snæfellingana (bæði leikmenn og stuðningsmenn) sveitamenn, og segja þeim að hunskast aftur í sveitina. Þeir kölluðu einnig á einstaka leikmenn Snæfells, og gerðu grín að atvinnu þeirra og um leið vitsmunum.

Þeir gátu líka sagt sér það sjálfum að með því að syngja um að Kiddi Ó ( sem að ég hef nú sjálfur ekki mikið álit á) sé hlutdrægur ,væri ekki til að bæta störf hans. Auðvitað á dómari samt ekki að láta áhorfendur hafa áhrif á sig.

Frasinn " það vantar þriðja klappið" þegar stuðningsmenn Snæfells voru að hvetja sína menn áfram, fannst mér ótrúlega glataður. Er bara til ein leið að klappa ???

Það er frábært að eiga góða stuðnigsmannasveit, og enn skemmtilegra að vera hluti af svona sveit, en það er mikilvægt fyrir svona stuðningsmannahópa að vera ekki með niðrandi köll um leikmenn, dómara eða aðra áhorfendur, einungis hvetja sitt lið áfram sama á hverju gengur. 

Guðjón (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Ágúst Kárason

sæll Guðjón, þetta er akkúrat málið með ÖFLUGA stuðnings menn , þeir komast inn í hausinn á andstæðingnum og líka þér og gera leikmenn og áhorfendur pirraða, gaman að því fyrir okkur KR-INGA, 

MIÐJAN gerði Grín að Sigga í Snæfell hann gaf ekki kost á sér í landsliðið vegna anna í vinnu og það er svo langt á æfingar. rólegur á vinnunni hann er SUNDLAUGARVÖRÐUR. HA HA HA HA.

metnað þarf til að spila með landsliðinu og hann hefur hann ekki nennir ekki að keyra á æfingar er bara leti og METNAÐARLEYSI.

MIÐJAN er lang öflugasta stuðningsmanna lið sem er á Íslandi þeyr fóru meðalannars til Noregs á leik gagngert til að sækja sér nýa söngva fyrir komandi tíma bil og munu fara ferð til Englands í vetur.

 hvað varðar Kidda Óskars þá heldur hann áfram sínu striki að kæra KR fyrir lélega umgjörð og mun ég blogga um það eftir helgi þegar þessari vinnu törn líkur

Ágúst Kárason, 2.11.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Kárason
Ágúst Kárason

skagfirðingur skýr og hreinn skáld og listamaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband