9.1.2009 | 17:17
MÆTTUR TIL LEIKS.
jæja kæru vinir og velunnarar ætli maður fari ekki að láta ljós sitt skína hér á nýjan leik.
reina að taka þátt í umræðu líðandi stundar og að sjálfsögðu um körfubolta almennt
en þó aðallega um KR.
KR mun etja kappi við breiðhiltingana í ír í kvöld kl. 19.15. og að sjálfsögðu ætlum við KR-ingar að fara með sigur af hólmi og verða með fjagrastiga forustu eftir þessa umferð, þar sem umfg tapaði fyrir stjörnunni í gærkveldi.
en hvað getur maður sagt um ástandið í samfélaginu það er svo viðbjóðslegt að maður er nánast kjaft stopp.
held að ég tjái mig frekar eftir helgi, reini að fara jákvæður inn í helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 21:23
Tyrkland.
fer til Tyrklands á sunnudag, það verður bara gaman kem með góða sögu eftir viku. bless á meðann.
hvað er mest að varast í tyrklandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 17:25
TAP-TAP-TAP.
já það er staðreynd að töpin eru þrjú þessa vikuna sem skiptu máli, KR tapaði fyrir banvit, Ísland fyrir Dönum, og svo töpuðu Englendingar fyrir Króötum.
KR gekk ágætlega í sínum leik en áttu við ramman reip að draga þar sem Banvit liðið var skipað bna mönnum þar af einum úr NBA deildinni sem var mjög erfitt að eiga við, við tökum þá bara á útivelli.
nú Íslenska landsliðið tapaði fyrir Dönum, reyndar var enginn sem bjóst við sigri nema kannski Valtýr Björn og Þorstein og maður bara veltir því fyrir sé r hvað þeir voru að REYKJA þetta blessaða landslið mun aldrei geta rassgat í fótbolta sama hver mun þjálfa liðið meðann þeir fá enga ÆFINGARLEIKI. England foc cit helvíti. hvað á maður að segja, þessir fockin fávitar réðu mesta TRÚÐ enskrar knattspyrnu, og ráku sauðinn alltof seint hvernig væri að enska sambandið segði bara af sér allt eins og það leggur sig, jæja maður verður bara að halda með Svíum og svo auðvitað Spánverjum = Tores á EM í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 22:53
Áskorunn.
ég skora á alla sem lesa þetta blogg og hafa tök á að mæta í DHL- HÖLL okkar KR - INGA, KL. 19.15. og sjá KR leika sinn fyrsta EVRÓPU leik í fimmtán ár og endilega takið með ykkur vini og vandamenn.
fjölmennum í DHL - HÖLLINA og styðjum KR til sigurs hvort sem þú ert KR - INGUR eða ekki.
áfram KR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 22:56
Evropa. KR - banvit bc.
nú byrjar ballið KR tekur yfir Evrópu, leikur á Þriðjudag kl. 19,15. KR - banvit bc.
vá hvað þetta verður gaman, svo förum við að sjálfsögðu mjög afslappaðir í útileikinn eftir nokkuð örugga sigur á heimavelli. ( smá hroki. )
seinni leikurinn verður Þriðjudaginn 27/11-07. í Banvit borg í Tyrklandi og verður það mikil upplifun að koma til Tyrklands og hlakka ég mikið til ferðarinnar þar sem verða margir góðir ferðafélagar.
nú annars er alt gott að frétta við vorum að festa okkur íbúð í vesturbænum ( MEISTARAVELLIR ) og munu flutningarnir fara fram á meðann ég er í Tyrklandi. góð tímasetning eða hvað. en ég hef engar áhyggjur af því, því að Fía og synirnir tveir og Ásta teindadóttir okkar munu sjá um þetta allt saman.
Ingibjörg Fjóla og Lilja munu svo hjálpa til eftir þörfum svo ég fer nokkuð rólegur til Tyrklands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 20:43
skandall í DHL-höllini
góðir hálsar ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins dómgæslu og ég varð vitni að á Fimmtudagskvöld á leik KR - Snæfell. ég þurfti minnst tvo daga áður en ég gat sest niður og skrifað um leikinn án þess að verða brjálaður af reiði, dómarapar leiksins voru Kristin og Rögnvaldur.
það var fljótlega ljóst að MIÐJAN hinn öflugi sönghópur okkar KR-INGA fór gríðarlega í taugarnar á Kidda dómara hann upplifði þá sem ógnun við sig og að hann væri ekki númer eitt á vellinum og hann væri búinn að missa athyglina !!!! ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að bestudómararnir væru þeyr sem minnst færi fyrir á vellinum, en þessu er öfugt farið með KIDDA Óskars hann verður að vera númer eitt ávellinum.
tvö atriði voru með ólíkindum hjá Kidda fyrra skiptið hljóp hann meðfram áhorfendum KR og lagði fingur bak við eyrað og gaf í skin að hann heyrði ekkert í þeim, er það virkilega verk dómara leiksins að ögra áhorfendunum .
þetta gerði það að verkum að MIÐJAN fór að senda Kidda smá pillur stökusinnum en héldu allan tímann áfram að syngja og hoppa á pöllunum og hvetja KR,
í fjórða leikhluta keyrði alveg um þverbak þegar Snæfell átti skot á körfu en boltinn snerti aldrei hringinn og skotklukkan var að renna út, en mistök á ritaraborðinu voru þau að setja nía skotklukku, leikmaður Snæfels grípur boltann undir körfunni og skorar.
dómarar leiksins stöðva leikinn og ræða við starfsmenn ritaraborðssins að því loknu gengur Kiddi út á miðjan völlinn og horfir fyrirlitningar augum á MIÐJUNA og dæmir karfan góð.
þarna ögrar hann áhorfendum í annað sinn í leiknum, hvað gengur manninum eiginlega til með þessu athæfi sínu er hann gjörsamlega búinn að missa vitið,
hann var ekki alveg búinn í þessum leik hann náði að dæma þrjár villur á Fannar og koma honum af velli þegar tvær mýnótur voru eftir af leiknum höfðu dómarar leiksins dæmt tíu villur á KR en aðeins eina á Snæfell, og þessar villur hafði Kiddi dæmt flestar, þetta lýsir aðeins miklu hatri Kidda á KR og þá sérstaklega stuðningsmönnum KR ( MIÐJAN ).
þegar leiknum loksins lauk var ekki öllu ruglinu lokið hjá Kidda hann tók Fannar og hakkaði hann í sig, snéri sé næst að formanni KR Böðvari og sagðist ætla að kæra hann og alla árhorfendur í húsinu honum líkar semsagt ekki að áhorfendur styðji sitt lið KR til sigurs.
Kiddi þú reyndir allt til að brjóta niður leik KR en það tókst ekki, við fögnuðum sigri í leik sem verður lengi minnst fyrir þær sakir sem hér á undan hafa verið raktar.
Kristinn Óskarsson þú skuldar stuðningsmönnum KR afsökunarbeiðni.
að saka MIÐJUNA um kynþáttarfordóma lýsir bara hversu ómálefnalegur þú ert og sorglega illa upplýstur um MIÐJUNA þeir fordæma allt sem er KYNÞÁTTARFORDÓMAR.
og að lokum áfram KR áfram MIÐJAN við munum mæta tvíefldir til leiks á móti Njarðvík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 22:29
karfan rúllar
í kvöld fórum við KR- ingar suður með sjó ( Grindavík ) og öttum kappi við UMFG og var þar um mjög jafnan leik að ræða þar sem liðinn skiptust á um að hafa forustuna, í stöðunni 99 - 99 skoruðu UMFG 10 stig í röð og kláruðu leikinn og óskum við UMFG til hamingju með sigurinn.
varnar leikur KR var arfa slakur menn stigu ekki út og tóku UMFG mikið af sóknarfráköstum, KR-ingar leifðu UMFG að spila sinn hraða sóknarbolta sem skilaði þeim góðum sigri.
nú verða menn ( KR-ingar ) að girða sig í brók og laga varnarleikinn fyrir næsta leik sem er á móti Snæfell næstkomandi Fimmtudag, þar höfum við KR-ingar harma að hefna.
mitt gamla lið Tindastóll tapaði í kvöld fyrir Ír ekki gott drengir maður tapar ekki fyrir "gettóinu" koma svo stólar standasig í vetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 21:14
SLÁTUR.
við fjölskyldan eyddum helginni í Borgarnesi í sláturgerð Mamma kom að norðan með skagfirskt efni í slátur gerðina og höfðum við það að orði ég og Sossa systir að bíllin hennar Mömmu liti út eins og sláturkeppur svo bólgin var hann af slátur afurðum, reyndar er bíllinn mjög lítill ( MICRA ). en suður komst gamla á Mícrunni með tuttugu slátur sem svarar 200. keppum og vinnan hófst á föstudagskvöldinu kl. 21.00. með þrotlausum saumaskap búinn kl. 23.30. byrjuðum svo á hádeigi á laugardag að blanda Mamma sér um það að hætti Ömmu í Brekkukoti Blönduhlíð.
nú allt gekk þetta fullkomlega og lauk sláturgerð um kvöldmatarleytið og að sjálfsögðu var slátur í kvöldmatinn ruddalega gott. nú geta krakkarnir fengið slátur bæði heitt og kalt með grjónagraut eins oft og þau vilja eða næstum því, þetta er borðað eins og sælgæti hér á heimilinu.
full kista af slátri og þorski veiddum á þverhausamiðum á Skagafirðinum á Ríkey sk. 111. trillu okkar fjölskyldunnar þetta verður varla betra fyrir veturinn. kærkominn búbót í vetur það verða jú engar VERÐKANNANIR í vetur BAUGUR hefur bannað allar VERÐKANNANIR á Íslandi þær eru bara villandi og leiðandi, maður gæti óvart rambað á ódýrustu vöruna, það væri alveg skelfilegt!!!!!.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2007 | 22:01
Lilja
það er bara stórkostlegt að vera AFI, Lilja sem er Ólafsdóttir er orðinn eins árs og á hvern stjörnuleikinn á fæti öðrum þegar Afi og Amma koma í heimsókn dansar og stríðir Afa sínum alveg stanslaust. það er stórkostlegt að fylgjast með svo úr fjarlægð hvernig barn og foreldrar þroskast og dafna og hvernig við ( Amma og Afi ) stígum inn öðru hvoru og aðstoðum þegar óskað er eftir því.
LÍFIÐ MEÐ Lilju er stórkostlegt. annars er allir hér á heimilinu í nokkuð góðu standi Steindór í Ármúlaskóla og Ingibjörg í melaskóla rest í vinnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2007 | 19:54
karfan
KR-ingum virðist fyrir munað að að vinna pawerret bikarinn eftir fjóra úrslitaleiki er staðan enginn sigur. leikurinn í gær var sjálfsagt sá leiðinlegasti leikur sem ég hef orðið vitni að í mörg á.
leikurinn einkenndist af endalausum mistöku beggja liða, þó einkum KR-inga.
fyrirliði KR Fannar Ólafsson átti mjög svo einkennilegan leik, gaf olnbogaskot = brottrexstu úr húsinu,
en á undarlegan hátt dæmir Kristinn Óskarsson ásetningsvillu !!!!!!!!!! sagðist hafa séð brotið!!!!!!
ok. ég er ekki dómari en mér finnst eitthvað undarlegt við dóminn.
nú eins og ég segi var leikurinn leiðinlegur á að horfa, síðustu mýhnoturnar voru samt nokkuð spennandi, þá kom aftur að þætti fyrnemds fyrirliða KR. hann fékk dæmda á sig sóknarvillu eftir að Helgi Magg hafði skorað þarna var tveggja stiga munur á liðunum, fyrirliðinn tók enn eitt kastið og fékk dæmda á sig tæknivillu, sem sagt Snæfell fékk fjögur vítaskot og boltann við miðju.
TAKK. Fannar Ólafsson. FYRIRLIÐI Í JAFNVÆGI.
smá gagnrýni á tímasetningu á leikjunum, kvennaleikur kl 14.00. karlaleikur kl.16.00.
þarna lenda menn í mikilli tímaþröng milli leikja, karlaliðinn fengu kannski 15 - 20. mínútur í upphitun sem er bara brandari fyrir lið sem er í álfuru keppni. mín skoðun er sú að leikurinn hefði verið mikið skemmtilegri hefðu menn fengið eðlilega upphitun fyrir leikin. laga þetta KKÍ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
blogg vinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar